Eyrnakerti !
Stundum verð ég niðurdreginn yfir öllu ruglinu, eyrnakerti er dæmi um rugl sem ég skil ekki hvernig nokkur manneskja getur tekið trúanlega.
"Já, auðvitað læknast ég með því að setja kerti ofan á eyrað á mér og kveikja á því".
Svo eru til stjórnmálamenn sem vilja að ríkissjóður greiði fyrir svona þjónustu. Er ekki allt í lagi?
Vantrúargrein dagsins fjallar um eyrnakerti.
Magnús - 03/05/07 09:43 #
Hvaða stjórnmálamenn eru þetta?
Matti - 03/05/07 09:56 #
Ekki eyrnakerti per se, en óhefðbundnar lækningar og eyrnakerti falla undir það.
Nokkrir stjórnmálamenn hafa verið að agítera fyrir því að ríkið greiði fyrir óhefðbundnar lækningar (sem fólk kallar líka stundum náttúrulækningar). Hér er dæmi um slíka umræðu. Þetta einskorðast alls ekki við þennan flokk sem þarna er verið að tala um, ég veit um stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem hafa svipaðar hugmyndir.