Í vinnunni
Ég er að vinna, þarf að ganga frá ákveðnu verkefni sem ég lofaði að skila í kvöld. Hver er lexían, jú - aldrei lofa neinu :-)
Það er fínt að vera af og til frameftir á skrifstofunni. Ég fæ næði og viti menn, næði getur verið ágætt, sérstaklega ef fólk er að reyna að einbeita sér. Þegar maður þarf að hugsa um eitthvað annað getur maður tekið sjálfsmynd án þess að vekja athygli samstarfsmanna :-) Gleraugun nota ég bara fyrir framan tölvuna í vinnunni.
Ég er búinn að gera helling en á dálítið eftir. Ætla að klára verkið, jafnvel þó ég þurfi að vera frameftir. Hver veit, kannski kem ég heim rétt í tæka tíð til að ná stunum næturinnar.