Örvitinn

Kynlíf nágrannanna

Eigendur miðhússins í raðhúsinu okkar flytja til asíu á veturna og leigja húsið út á meðan. Það hefur því ekki verið sama fólkið sem býr í miðjunni í skammdeginu síðustu árin.

Ég þekki nágranna okkar þennan veturinn ekki í sjón þó ég hafi eflaust séð þau nokkrum sinnum, en þau eru greinilega fjörugt fólk því það heyrist afskaplega mikið í þeim þegar þau stunda kynlíf. Það eitt og sér er svosem ekki slæmt, það truflar mig ósköp lítið þó ég verði var við að annað fólk ríði. Aftur á móti er verra þegar rúmgaflinn bankar í vegginn á svefnherberginu mínu þegar leikar standa hæst.

Í nótt vaknaði ég við ópin klukkan hálf fjögur (minnir mig). Stunurnar háværu standa aldrei lengi yfir, það er rétt þegar leikar ná hámarki sem eitthvað heyrist af viti og bankið byrjar, öskrið byrjar og svo lágværar stunur hans. Þegar þetta fer af stað komumst við ekki hjá því að vakna. Tveim tímum síðar byrjaði konsertinn aftur í nótt og ég vaknaði aftur. Oftar en ekki er þetta afar seint, eftir tvö - þrjú, líka um virka daga. Ætli við verðum ekki vör við þetta svona tvisvar í viku að jafnaði.

Væri dónalegt að banka í vegginn þegar þau byrja næst - eða banka upp á og biðja þau um að færa rúmið örlítið frá veggnum? :-)

klám
Athugasemdir

Kristján Atli - 22/04/07 22:03 #

Er ekki við hæfi að svara bara í sömu mynt? Sjá hvort þau kvarta? :-)

Matti - 22/04/07 22:11 #

Tja, þegar börnin eru í næstu herbergjum (eða jafnvel komin upp í) og unglingurinn á hæðinni fyrir neðan er hætt við að fólk haldi aftur af sér (þegar að hávaða kemur) :-)

Kristján Atli - 22/04/07 22:34 #

Þú getur sagt börnunum að pabbi smíði fuglakofa á nóttunni. Unglingnum hins vegar er ekki viðbjargandi. :-)

EH - 23/04/07 03:04 #

Ég myndi banka. Eða senda þeim bréf, sem þið settuð saman úr útklipptum orðum úr Morgunblaðinu.

Matti - 23/04/07 08:00 #

Í nótt náðu nágrannar mínir fullnægingu klukkan sjö mínútur yfir tvö. Ég var ekki sofnaður, Gyða vaknaði við lætin en hún hafði verið steinsofandi.

Ég gæti kannski bloggað í hvert skipti og gefið einkunn :-)

sirrý - 23/04/07 09:12 #

Þú getur vonað að hann lesi bloggið þitt. En þetta er samt ferlega ömurlegt að vakna við lætin.

Matti - 23/04/07 10:11 #

Ef ég hefði bara eitt lítið gægjugat væri mér alveg sama :-)