Skógarganga - virkar þetta?
Ég prófaði að taka nokkrar hreyfðar myndir í skógargöngunni í gær, notaði lítið ljósop, hélt myndavél við brjóstkassa og gekk áfram með opinn shutter. Hvað finnst ykkur, virkar þetta eða er þetta bara tilgerðarlegt bull? Athugasemdir mega ná út fyrir þennan ramma :-)
Kristján Atli - 09/04/07 20:07 #
Sú vinstra megin er slöpp finnst mér, allt of þokukennd. En sú hægra megin er góð. Ég horfði á hana í smá tíma án þess að skilja hvers vegna ég fíla hana en ekki hina, en svo fattaði ég það. Á þeirri vinstra megin er allt á hreyfingu en á þeirri hægra megin er eins og vegurinn sé skýr á undarlegan hátt, á meðan allt umhverfis hann er í móðu.
Bara það sem mín augu sjá, en samt ... :)
Matti - 09/04/07 20:36 #
Þetta eru fínir punktar. Í fyrri myndinni finnst mér svarta tréð vinstra megin gera dálítið fyrir myndina, í seinni myndinni er stígurinn betri, það er rétt, ég hafði ekki spáð mjög mikið í því. Í seinni myndinni bætti ég líka við vignetting, þ.e.a.s. dekkti hornin, þegar ég umbreytti raw skránni. Það virkar stundum vel á fólk (þ.m.t. mig).
Matti - 10/04/07 00:10 #
Ég breytti aðeins athugasemdinni Hákon, setti linka og innskot.
Ég er líka dálítið skotinn í svarthvítu myndinni (1 í síðustu athugasemd).
Ég var að bæta inn fullt af myndum. Annars á ég myndir af göngustígnum með manneskju í töluvert fyrir framan, þarf að prófa að vinna það aðeins.
Ég var líka dálítið að leika mér með flassið þráðlaust, fékk nokkrar sæmilegar myndir úr því finnst mér, en á eftir að stúdera það betur.
Sigurjón - 10/04/07 11:04 #
Það er eins og þú hafir fengið innblástur frá Joe DiMaggio (ekki hafnaboltahetjunni þó). Hann var með sýningu hérna í NY í fyrra sem hét bara "DiMaggio Motion" minnir mig.
Sjá : http://dimaggio-kalishfineart.com (settið er hægra meginn á síðunni)