Örvitinn

Blogggáttin

Hlutirnir gerast hratt í vefheimum, þó stundum þurfi að bíða lengi eftir þeim!

Ég lýstir eftir nýju rss yfirliti um daginn, sagði svo frá því fyrir helgi að mikkivefur er kominn í gang.

Nú er búið að opna nýtt rss yfirlit, Blogggáttina.

Ég hef dálítið verið að skoða þetta og mér lýst ágætlega á. Útfærsla á bottanum er nokkuð góð, þ.e.a.s. notaðar eru HEAD fyrirspurnir og því ekki verið að sækja gögn nema rss yfirlit hafi breyst. Reyndar tel ég betra að nota GET með last-modified og ETag, því þá þarf bara eitt kall en ekki tvö þegar eitthvað breytist, en þetta er nördaleg smámunasemi :-) Eitt þarf að bæta, bottinn þarf að kynna sig, þ.e.a.s., setja þarf lýsandi heiti í user-agent í stað Wget eins og núna er. Yfirlitssíðan er ansi góð, þó mér finnist þessi dagaskipting ekki nógu vel útfærð, þ.e.a.s mér leiðist þetta animation, en það er bara ég. Það er kostur að geta smellt á + og fengið alla dagana.

Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessari b2 aðferð, þ.e.a.s. að hjúpa síðuna sem ég ætla að lesa í annarri síðu eða setja blogggáttar-haus á hana. Ég veit að ég get smellt á link til að komast út úr þessu, en ég þarf að gera það á hverri síðu. Persónulega er ég hrifnari af því að notaðar séu beinar vísanir en ekki hjúpaðar.

Skráningarviðmótið er gott, þ.e.a.s. einfalt er að bæta síðum í gáttina. Ég sé ekki að hægt sé að breyta skráningu á síðu - en eitt sem hefur vantað í íslensk yfirlit er að þegar síður breytast (höfundur færir bloggið) úreldast allar upplýsingar og erfitt er að laga yfirlitin.

En, eins og ég sagði, mér líst vel á þetta framtak og nú eru horfurnar á opnu bloggsamfélagi töluvert miklu betri en fyrir tveim vikum.

vefmál
Athugasemdir

Erna - 19/03/07 13:01 #

Ég er sammála þessu með hjúpinn, finnst það frekar pirrandi! Nota frekar bara mikka vef fyrst þetta er svona... Gott framtak samt.

Matti - 19/03/07 14:13 #

Ég prófaði að búa til minn eigin lista áðan, það virkaði vel. Auðvelt að skrá sig og gott viðmót fyrir listann.

Uppröðun á síðum í listanum er dálítið skrítin og nú vildi ég geta lagað :-) Ég setti t.d. Vantrú inn í morgun, þegar ég var að búa listann til sá ég að Vantrú var undir F vegna þess að ég setti "Félagið Vantrú" sem höfundur, fattaði ekki að það raðaðist eftir höfundi en ekki heiti bloggs. Ég myndi eiginlega vilja getað valið þar á milli.

Matti - 19/03/07 14:16 #

Ég sé að búið er að uppfæra User Agent strenginn, núna kemur fram: BloggGattin - (http://blogg.gattin.net/) sem er til fyrirmyndar.

Már - 19/03/07 21:27 #

Já ég er sammála þér í því að það er alveg agalega ókúl að nota ekki GET + If-Modified-Since (ásamt If-None-Match)... :-)

Ég er mikill HTTP caching nörd. Forritunin á vefþjónustunum á minar.stillingar.is nýtir sér einmitt alla svona cache-möguleika til hins ýtrasta, enda er raun-álagið á serverinn næstum ekkert.

pallih - 20/03/07 09:23 #

Med theim fyrirvorum ad internetid i Kambodiu bydur ekki uppa a mikla grandskodun a thessu toli... tha verd eg ad segja ad eg skil ekki alveg hverju thetta baetir vid hid stora safn af rss aggregators a netinu...

Og ef tilgangurinn a ad vera ad safna bara saman islenskum bloggum/sidum tha vaeri i thad minnsta gott ad fa lista yfir tha rss strauma sem eru sottir.

Matti - 20/03/07 09:26 #

Þann lista getur þú séð á báðum síðum ef þú býrð til eigin lista, en já, mikkivefur og Blogggáttin ættu að bjóða upp á lista yfir efnisveitur, helst á opnu formi eins og OPML.

En já, ég held að málið sé semsagt að búa til lista yfir íslenskar síður. Vafalítið væri hægt að gera svipað með erlendum tólum, en ég hef samt ekki séð góða lausn á því.

Svo er bara komin hefð fyrir því hér á landi að nota iframe og vera með eigin lista á sinni síðu, ég veit reyndar ekki hvort það er eitthvað sér íslenskt fyrirbæri en hef a.m.k. ekki séð það á erlendum bloggsíðum.