Örvitinn

Starfsdagur

Í dag er starfsdagur hjá vinnunni sem þýðir að við brunum úr bænum, hlustum á fyrirlesara rembast við að efla samheldni hópsins, borðum kvöldmat og svo það sem allir bíða eftir, bjórdrykkja og snafsar í rútunni á bakaleiðinni.

Ég er kátur með þetta, alltaf fjör að gera sér dagamun. Vona að það verði stemming í hópnum.

Eflaust tek ég helling af myndum og ég verð alveg örugglega dálítið þunnur á morgun. Annað kvöld verður matarklúbbur og þar er hefð fyrir að fá sér þrjá-fjórtán bjóra. Gera má ráð fyrir að timburmenn endist fram á miðvikudag.

dagbók
Athugasemdir

Borkur Steingrimsson - 16/03/07 12:01 #

Akkúrat.

það besta við almennilega þynnku er kvöldið áður