Sunnudagshugvekja
Ég skrifaði hugvekju dagsins á Vantrú. Svosem ekkert merkilegar pælingar, bara smá þras um framhaldsskólafyrirlestur Vantrúar og gagnrýni yngsa prests landsins, eitthvað var ég búinn að blogga um það.
Nokkrir Vantrúarsinnar komu í brunch í dag. Ég gerði eggjaköku og pizzur, svo var brauð og álegg. Fín stemming og mikið spjallað. Góð mæting.
Við horfum á nýjustu James Bond myndina í gærkvöldi. Hún er fín.
Ég er óskaplega þreyttur.