Örvitinn

Þegar sauðirnir tjá sig

Ég verð að halda þessu gullkorni til haga, þetta er yndislegt. Það er ekki hægt að kommenta við færsluna, hugsanlega vegna þess að Ólafur gerir sér grein fyrir því hve heimskulegt þetta er hjá honum.

Sumir eru mjög harðir á móti því að fulltrúar ákveðinna trú- og lífsskoðana fá að fara inn í skólakerfið - ættu hlest [svo!] ekki að stíga fæti inn í skólabyggingarnar - og telja sig þannig vera að berjast fyrir réttindum allra nemenda. Það er skondið þegar þessir sömu einstaklingar eru mættir í menntaskólana og farnir að útbreiða sinn boðskap. Trúverðgur [svo!] málflutningur hjá þessum mönnum - tja - varla!

Þarf virkilega að útskýra muninn á því að halda fyrirlestur í frjálsum tíma (á þemadögum) í framhaldsskóla og trúboði í leik- og grunnskólum?

Stundum gæti maður haldið að sumir trúmenn séu greindarskertir. Þessi samanburður Ólafs er það vitlausasta sem ég hef lesið á veraldarvefnum í marga mánuði og les ég þó mikið.

Þess má geta að í fyrirlestrum okkar fjölluðum við um vísindi og gervivísindi, dna heilun, smáskammtalækningar, blómadropa, miðla, drauga, stjörnuspeki, scientology og kristni.

Aldrei höfum við mótmælt því að prestar eða aðrir fari inn í framhaldsskóla, þó við mótmælum því að sjálfsögðu að kristniboð sé hluti af starfi skóla, hvort sem um er að ræða leik-, grunn- eða framhaldsskóla.

Þessi skrif Ólafs eru svo ótrúlega heimskuleg að ég gæti grátið. Var ekki verið að vígja þennan náunga til prests um daginn?

Í alvöru talað...

kristni