Örvitinn

Ég sef í sófanum í sjónvarpsstofunni í nótt

Inga María og Kolla undir borði í sjónvarpsstofunniNeinei, það er ekkert ósætti milli okkar hjóna. Yngri dætur okkur fengu bara þá flugu í höfuðið að gista undir borðinu í horninu í sjónvarpsstofunni. Gyða samþykkti það með semingi því henni datt ekki í hug að þær myndu sofna þar, myndu í mesta lagi kúra í einhvern smá tíma en gefast svo upp. Það er búið að vera heljar fjör hjá þeim að koma sér fyrir.

Þær sofnuðu nú samt og sofa þar enn þannig að ég ætla að sofa í sófanum í nótt ef þær skyldu vakna um miðja nótt.

Þetta er lítið ævintýri hjá þeim og það er ekki laust við að ég öfundi þær dálítið.

dagbók
Athugasemdir

Eyja - 25/02/07 00:03 #

Getur þú svo ekki bara gist undir borðinu næstu nótt?

Matti - 25/02/07 00:07 #

Ég held það yrði dálítið þröngt um mig :) Sést kannski betur á næstu mynd.

N.b. ég lyfti dúknum upp fyrir myndatöku, en annars er þetta næstum alveg lokað. Þær eru svo með vasaljós í miðjum borðfætinum sem lampa, en eru með slökkt á því núna.

Við höfum reyndar ætlað að fjarlægja þetta borð ansi lengi. Ég held við þurfum að fara að láta verða af því, bera borðið út í bílskúr :-) (verst það er ekki pláss fyrir það í bílskúrnum)

En ég öfunda þær dálítið útaf ævintýrinu, að gleyma sér í einhverju svona skemmtilegu.

En ég geri nú líka stundum eitthvað skemmtilegt :-)

Matti - 25/02/07 12:45 #

Jæja, þær entust til fjögur í nótt. Þá fórum við öll upp.

Kolla vaknaði um þrjú, fór að pissa og lagðist svo aftur en náði ekki að sofna. Var að hvísla á Ingu Maríu reglulega. Ég kíkti aðeins á hana og reyndi að hjálpa henni að sofna í þrengslunum en það gekk ekki.

Um fjögur vaknaði Inga María svo og þær komu báðar fram, vildu fara upp.

En Inga María svaf óvenju vel þarna, það þykir góð nótt ef hún sefur til fjögur í sínu rúmi.