Heilsan
Ég var með 37.5° með munnmæli áðan - miðað við síðustu tvo daga á hitinn eftir að hækka eitthvað.
Gyða sefur, hún svaf afar illa í nótt. Var alltaf að vakna útaf slími í hálsi. Ég svaf reyndar ansi illa líka, var með agalegan þurrk í munni og koki. Dreymdi sódavatn, fullt af sódavatni. Er ennþá þurr þrátt fyrir að hafa drukkið töluverðan vökva. Svo lekur úr nefinu á mér og ég er búinn að vera með nær stanslausan vindgang í báðar áttir síðustu daga.
Inga María er nokkuð spræk en ég hef reyndar ekki mælt hana. Hún er að dunda sér inni í dótaherbergi, hóstar af og til. Fór í handahlaup í morgun.
Ég þurfti að klikka klippa (óráð?) tyggjóklessu úr hárinu hennar áðan. Held ég hafi náð að gera það nokkuð snyrtilega.
Ég fattaði í morgun að þegar ég kom heim á mánudagskvöld lagði ég fyrir aftan hús. Ég vona að það sé ekki komin sekt, færi bílinn á eftir.
10.00
Inga María er hitalaus 36.4°og ég er kominn með 38° (með munnmæli).
13:30
38.8° - geggjað fjör. Ég færði bílinn, engin stöðumælasekt í þetta skipti.