Pestarbæli
Inga María var veik í gær og í dag var komið að mér að vera heima a.m.k. hluta úr degi. En áætlanir eiga það til að raskast og í morgun vorum við hjónin bæði fárveik, ég með 39° hita og sársaukafullan haust hósta (þetta tengist hugsanlega 39° hitanum), Gyða með aðeins minni hiti en auk þess með beinverki.
Ég vaknaði klukkan hálf átta, mældi mig og ákvað að leggja mig áfram. Ég og Inga María náðum að kúra í tæpa þrjá tíma, hún sefur enn.
þannig að hér eru 3/5 fjölskyldunnar með pest. Ég Ekki beinlínis það sem ráðgert var.
Eva Mjöll - 20/02/07 12:34 #
Leiðinlegt að heyra að þið séuð öll lagst í flensu, sendi ykkur öllum batakveðjur úr Mosfellsbænum.
Sirrý - 20/02/07 13:17 #
Leiðinlegt að heyra af veikindunum. Fariði vel með ykkur. Ég vona að ég og mitt fólk sleppum alveg við þessi veikindi. Fariði vel með ykkur
Eva Mjöll - 20/02/07 14:00 #
Þú getur bætt 0,5 við munnmæli til að rétt útkoma náist (það var mér allavega sagt)