Stelpurnar fá að vaka frameftir í kvöld og horfa á sjónvarpið, hafa óskaplega gaman að þessu. Ég verð að játa að mér finnst nokkur lög alveg ágæt. Er hrifnastur af lagi Dr. Gunna, stelpurnar halda upp á Þú tryllir mig. Þessi tvö lög fengu atkvæði frá þessu heimili.
Stelpunum finnst frábært að vaka, fá popp og fanta. Kolla er dugleg við að dansa fyrir framan sjónvarpið og segja okkur frá lögunum sem eru spiluð á diskótekinu í skólanum.
Þetta er alveg ágætt Eurovisionpartí.
Glæsilegt :-)
Bæði krílin mín eru sofnuð og ég sit hér ská milli tölvunnar og imbans í einsmanns-Eurovisionpartíi grasekkilsins (frúin að vinna frameftir).
Ég held að ég haldi bara líka með henni Heiðu sætu með heilann.
Æjæ, úrslitin voru okkur ekki að skapi, en kvöldið var nú samt skemmtilegt :-) Ég held það verði lítið mál að svæfa stelpurnar rétt bráðum, jafnvæl þó þær púi báðar á sjónvarpið þessa stundina.
Hehehe... Eiki Hauks er hér með orðinn Johnny Logan okkar Íslendinga. Við í mínu partíi glottum illkvittnislega yfir þessum örlögum hans.
hmm... ég ætla að fara að kíkja í viskískápinn minn og fá mér "a wee dram" af einhverju frá Islay.