Örvitinn

Ljósapera sprakk

Neinei, ég ætla ekki að fjalla mjög ítarlega um það að ljósapera hafi sprungið, líf mitt er ekki það tíðindalítið að það teljist fréttnæmt :-) Aftur á móti þarf ég að færa til bókar að nú hefur ein pera gefið sig í eldhúsinu, en þúsund króna ljósaperan lýsir enn. Spurningin er svo bara hvað peran dýran endist lengi.

Telst það ásættanleg ending á venjulegri ljósaperu að duga í tæpa þrjá mánuði? Ég hef ekki grun.

dagbók
Athugasemdir

Óli Gneisti - 19/01/07 10:11 #

Ending á venjulegri glóperu er um 1000 klukkutímar.

Matti - 19/01/07 10:16 #

Þessi pera entist í 80 sólarhringa, sem gerir 1920 klukkustundir. Ef við gerum ráð fyrir að kveikt hafi verið á perunni hálfan sólarhringinn að jafnaði þá er þetta ósköp eðlileg ending. Ég held reyndar að það hafi mun minna verið kveikt á henni, en það er væntanlega ýmislegt sem hefur áhrif, þ.m.t. bara misgóð eintök.

Már - 19/01/07 18:37 #

Einhver sagði mér einu sinni að dauði ljósapera stæði í 95% samhengi við það þegar hleypt er á þær rafmagni eða slökkt. Ljósaperur hefðu því nokkurskonar helmingunartíma líkt og geislavirkar samsætur.

Óli Gneisti - 21/01/07 14:07 #

Já, það hefur mikil áhrif á ljósaperur hve oft er kveikt og slökkt á þeim.