Örvitinn

Bloggleti

Ég er svosem ekkert að sálast úr áhyggjum, en get ekki litið hjá því að ég blogga lítið þessa dagana. Það er bara nóg annað að gera og ég hef lítið að segja.

Bendi á fína grein Óla Gneista um Moggabloggið. Ég verð að taka undir með gagnrýnendum Moggabloggsins, það er furðuleg menning í kringum Moggabloggið og ég held að sá sem líkti Moggablogginu við MySpace hafi hitt naglann á höfuðið.

Vil einnig vekja athygli á þessu bréfi sem foreldri senti Siðmennt útaf Vinaleið. Vantrú vísaði á greinina í dag og þar segi ég hreint út; "Það er undarlegt að fylgjast með því hve litla virðingu sumir stuðningsmenn Vinaleiðar virðast bera fyrir sannleikanum". Annars eru góðu fréttirnar að Vantrú er að fara af stað með Sunnudagavinaleið, samstarf Vantrúar og Þjóðkirkjunnar þar sem við munum mæta í Sunnudagaskóla til að fræða litlu börnin um það hvað kristin trú er í raun bjánaleg (nei, að sjálfsögðu ekki í alvöru, en mér finnst þetta smellin samlíking).

dagbók