Örvitinn

Laufabrauðsgerð

Jakobína sker laufabrauðForeldrar mínir buðu til laufabrauðsgerðar í Mosfellsbænum í dag og við eyddum því deginum þar. Ég skaust í fótbolta klukkan fimm en kom svo aftur enda var líka boðið upp á kvöldverð. Í lokin var þetta bara komið út í vitleysu :-)

Stelpurnar prófuðu að skera laufabrauð og stóðu sig ansi vel, Kolla hafði sérstaklega gaman að þessu. Pabbi þeirra gerði bara eitt brauð en dundaði sér svo við að taka myndir.

Ég tók Liverpool leik dagsins upp og horfði á hann þegar ég kom heim í kvöld. Loksins loksins.

dagbók
Athugasemdir

Eygló - 03/12/06 12:55 #

Laufabrauðsgerð er yndi. Við vorum einmitt að gera laufabrauð í gær líka.

Matti - 04/12/06 10:20 #

Já ég er sammála, þetta er afskaplega skemmtileg hefð. Hefur legið niðri í okkar fjölskyldu í nokkur ár, en í gamla daga hittist fjölskyldan alltaf heima hjá ömmu og afa fyrir hver jól og skar út laufabrauð.