Kókið á níu þúsund
Ég las á neytendasíðu Fréttablaðsins* í dag að gramm af kókaíni kostar víst níu þúsund krónur á götunni um þessar mundir. Mikið er gott að heyra að það sé verðhjöðnun á sumum sviðum en ekki bara endalaus verðbólga, var ekki verðið á grammi komið í fimmtán þúsund krónur?
Mér finnst tímabært að taka kókið inn í vísitölu neysluverðs - miðað við magnið sem er flutt inn virðist þetta vera neysluvara!
* Allt í lagi, kannski var þetta bara frétt um fíkniefnafund. Kannski var þetta í Blaðinu, ég man ekkert - maður verður svo ruglaður af öllu þessu kóki.
Kristján Atli - 30/11/06 09:05 #
Kannski ættirðu bara að skipta yfir í Pepsí!
Alright, I'll get me coat and leave ... ;-p
Eyja - 30/11/06 10:16 #
Ég fór einmitt að hugsa um það yfir sjónvarpsfréttunum í gær hvað ég hlyti að lifa vernduðu lífi. Ég þekki bara ekki eina einustu hræðu sem stendur í svona dópstússi en samt er alltaf verið að tala um að allt sé vaðandi í þessu. Aldrei er mér boðið kókaín í partýjum og aldrei sé ég fólk með þetta. Ég umgengst greinilega ekki nógu merkilegt fólk.
Matti - 01/12/06 09:34 #
Ég held reyndar að kókaín neysla sé töluvert almennari en flestir gera sér grein fyrir. Bandarískar tölur sem ég sá fyrir nokkrum árum bentu til þess að langflestir sem nota kókaín geri það sjaldan, mig minnir að talað hafi verið um einu sinni í mánuði. Þannig að þó mikið sé selt af kóki er ekki víst að fjöldi fíkla sé svo gríðarlegur. En þeim hefur þó víst fjölgað töluvert sem leita sér aðstoðar.