Örvitinn

Undarlegt símtal

Þegar við vorum á Ban Thai í gærkvöldi fékk Gyða símtal. Ég sat á móti henni og sá að þetta var ekki hefðbundið símtal. Í símanum var landsþekkt kona sem um þessar mundir er aðallega fræg fyrir að vera bitur. Konan tilkynnti Gyðu að hún ætlaði að kæra mig fyrir ummæli um hana á þessari síðu. Ekki var ljóst hver tilgangur símtalsins var, konan átti erfitt með að halda þræði og að lokum sleit Gyða símtalinu eftir að hafa reynt að fá hana til að útskýra tilgang símtalsins ítrekað. Konan vildi ekkert við mig ræða en hélt að kannski væri "meira vit" í Gyðu. Sum ummæli konunnar var ekki hægt að skilja á annan hátt en að hún ætlaði að nota ítök sín (sem fræg eru) til að koma höggi á okkur.

Konan uppgötvaði semsagt í gærkvöldi að þegar hún leitar að nafni sínu á google er fyrsta niðurstaða fyrirsögn á færslu sem ég skrifaði fyrir 1360 dögum þar sem ég kalla hana geðsjúkling. Af einhverjum ástæðum finnst mér símtalið í gærkvöldi styðja þá upphrópun.

dylgjublogg
Athugasemdir

Kristján Atli - 26/11/06 10:17 #

Ætlar hún að kæra þig vegna þess hvernig Google raðar vefsíðum niður?

Hvað var orðið aftur? Já, alveg rétt, geðsjúk ...

Þórður Ingvarsson - 27/11/06 04:59 #

Ég verð að spyrja:

Er möguleiki að þetta ku vera hin margumrómaða Jónína Ben?