"Rök skipta ekki máli"
Þetta hlýtur að vera besta leiðin til að hafa alltaf rétt fyrir sér! Svo er líka óskaplega sniðugt trix að afskræma skoðanir þeirra sem þú ert ekki sáttur við, gera þeim upp allskonar öfga.
Æi, ég nenni þessu ekki :-)
9/11/06
Bendi lesendum Davíðs Þórs á þetta svar
Óli Gneisti - 29/10/06 14:07 #
"Mér finnst gaman að spila golf og rök koma þar ekki nálægt, þar af leiðir að ég má hafa órökstuddar skoðanir á öllu."
Mummi - 31/10/06 08:53 #
Má ekki með þessu skilja sem svo að (ó)nefndur maður sé að leggja samþykki yfir skrif Vantrúar, trú Gunnars í Krossinum og allt það sem hann hefur hingað til barist gegn?
Rök skipta jú engu máli.
Svarið ef hann reynir að mótmæla Gunnari þegar hann vísar í Biblíuna til að réttlæta hommahatur sitt? "Fokk off jú fokking lúser, ég þarf ekkert að rökstyðja þetta fyrir þér. Rök sökka! Tilfinningar mínar rúla!"
Það verða flott rifrildin í framtíðinni hjá honum: No more að vísa í rök til að styðja mál sitt: "Tilfinning mín í málinu er sú að ...". "Nei, það er ekki rétt því mínar tilfinningar segja mér að..".
Snilldin ein. Ekki má reyndar gleyma því að hann er grínisti. Kannski var þetta bara djók, eins og þegar hann sagði um daginn að hann væri hættur að skrifa um trúmál?