Örvitinn

Hættur að tjá sig um trúmál

"Ég hef því ákveðið að tjá mig ekki framar um trúmál opinberlega" sagði grínistinn um daginn.

Eitt þarf fólk að gera sér grein fyrir með internetið. Þú heldur að þú sért bara að skoða vefinn en "vefurinn" er líka að skoða þig.

Svona virkar þetta. Ef þú skrifar athugasemd á síðuna mína skilur þú eftir ip-tölu sem er skráð í gagnagrunn bloggkerfisins. Í sumum tilvikum er sú ip-tala föst og því rekjanleg beint til þín. Ef þú skrifar athugasemdina undir fullu nafni veit ég að sjálfsögðu hver þú ert. Segjum sem svo að þú skrifir næst nafnlausa athugasemd, fulla af skítkasti og dylgjum, á annan vef sem ég rek frá sömu ip-tölu og áður er frekar einfalt fyrir mig að sjá hver þú ert.

dylgjublogg
Athugasemdir

Ósk - 25/10/06 13:19 #

Þetta er ekki alveg svona einfalt. Viðkomandi gæti líka verið að nota sama net og grínistinn (ég held að það hafi t.d. bara verið ein IP tala út úr öllum HR þegar ég var þar) eða bara sömu tölvu ef hann er ekki maður einsamall eða ef hann fær vini og fjölskyldu í heimsókn.

Benefit of the doubt :o)

Matti - 25/10/06 13:22 #

Já, það er rétt. Í þessu tilviki er um að ræða adsl tengingu frá símafyrirtæki hér í bæ sem úthlutar öllum sínum kúnnum fastri ip tölu. Við skulum segja að þetta auki líkurnar talsvert á því að um þennan aðila sé að ræða, auk þess að innihald og stíll athugasemdarinnar er í takt við fyrri skrif.

Árni Þór - 25/10/06 15:41 #

Þarf enga IP tölu til. Umræddur grínisti er alls ekki hættur að tjá sig um trúmál opinberlega. Er ennþá að á sinni síðu :)

Matti - 25/10/06 15:42 #

Neinei, það er allt saman grín :-|

Birgir Baldursson - 25/10/06 16:28 #

Við megum þá kannski enn eiga von á vanvantru.is?

Mummi - 25/10/06 21:18 #

Aðalatriðið var er það ekki bara að hann er hættur að tjá sig opinberlega um trúmál? :)

Allt annað gildir um að skrifa undir leyninafni....

Matti - 26/10/06 11:53 #

Þú segir nokkuð, það gæti verið skýringin :-)

Annars er athugasemdin hér, um að gera að vísa föstum lesendum þessa bloggs á hana.