Gamaldags faðir
Síðustu þrjú kvöld hef ég verið einn með stelpurnar meðan Gyða er úti á einhverju flandri. Í kvöldmatinn hafa eftirtaldir "réttir" verið á boðstólnum síðustu þrjú kvöld:
- tortellini með ostafyllingu
- grillaðar pylsur
- tortellini með ostafyllingu
Það var semsagt til kílóapakki af tortellini sem dugði í tvær máltíðir. Reyndar ágætur matur með ferskum parmesan osti, maldon salti og svörtum pipar. En þetta er ekki merkileg matreiðsla. Stelpurnar finnst reyndar fátt betra en pasta með engu, hvað þá tortellini.
Það er dálítið skondið að því meira sem haft er fyrir matargerðinni, því minna þykir stelpunum til matarins koma - svona yfirleitt allavega.
Ég er búinn að lofa stelpunum heimatilbúnum pizzum en við ætlum að gera þær þegar Gyða er heima.
Ekki nenni ég að glápa á sjónvarpið. Ætla að skella mér í rúmið og halda áfram að lesa bókina á náttborðinu.
Inga María söng ásamt jafnöldrum sínum í Mjódd í dag. Ég tók mynd af hópnum rétt áður en kom að þeim.