Já, þannig sko
Ég nenni ekki að tala um veikindi mín, heilsan skánar en ég er þó enn með hita. Svitna töluvert eftir að hafa tekið tvær paratabs.
Er heima að reyna að vinna í stofunni. Hlusta á Beethoven, Andante con moto hljómar akkúrat þessa stundina. (Svona slær maður um sig, ég hef ekki hugmynd um hvað þetta þýðir). Ég rippaði nokkra Beethoven diska í bústað um daginn.
Hef fylgst með hunangsflugum og geitungum á svölunum. Það er dálítið líf í þessu núna enda að koma haust, lokaspretturinn hafinn.
Þessi gaur gekk með tvíbura sinn í 36 ár. Það er dálítið magnað. Verulega óhugnalegt líka.
Séra Örn Bárður er einn af þessum "hófsömu" Þjóðkirkjuprestum sem sýna ágætlega hverslags öfgasöfnuður Þjóðkirkjan er í raun. Hann endar útvarpsviðtalið á mögnuðum frasa: "allir Háskólar veraldar, þó þeir legðust á eitt, munu aldrei toppa kenningar krists" og hann er ekki að grínast! Reyndar verð ég að játa að ég átta mig ekki alveg á því hverjar kenningar krists sem hann vísar til eru, svona í grundvallaratriðum. Svo þarf Örn Bárður að nefna Einstein í þessu viðtali, gaurinn opnar varla munninn án þess að vitna í Einstein án þess að gera sér grein fyrir því að Einstein var alls ekki trúaður.