Örvitinn

Ýktar andlátsfréttir

Uppþvottavélin kláraði heilt prógramm í kvöld þegar ég prófaði í fjórða eða fimmta skipti, frásagnir af andláti hennar voru eitthvað ýktar. Ég skrúfaði reyndar fyrir og svo aftur frá vatnsinntaki fyrst, kannski hafði það eitthvað að segja. Líklega skipti það engu máli. Vonandi þraukar vélin eitthvað aðeins áfram. Annars hafa fimm diskar verið látnir duga þessa dagana, merkilega hvað maður notar lítið leirtau þegar það þarf að vaska allt með gamla laginu.

Kolla var óskaplega ánægð með daginn og hafði frá miklu að segja, eignaðist vinkonu og allt. Mundi reyndar ekki alveg hvað hún heitir, en það kemur. Þetta er frábært ævintýri. Við leggjum okkur fram um að sýna Ingu Maríu líka athygli enda er hún núna eina leikskólastelpan og auk þess ein af stóru krökkunum í leikskólanum.

dagbók
Athugasemdir

Már - 25/08/06 09:44 #

Við lentum í því að uppþvottavélin dó um daginn. Reyndist vera ónýtur gormur í krananum á vatnsinntakinu, sem olli því að ekkert vatn rann inn á hana. Við fjarlægðum gorminn (kraninn hefur núna tvö modes "0% rennsli" og "100% rennsli") og allt virkar fínt.

Matti - 25/08/06 10:43 #

Þú segir nokkuð, það er semsagt vel hugsanlegt að þetta hafi verið vatnsinntakið og ég hafi "lagað" þetta með aðgerðum mínum, ég þarf að skoða þessi gormamál næst. Maður þarf ekkert annað en "100% rennsli" á vatnsinntak í uppþvottavél :-)

Hvernig tekur maður svo svona gorm úr? :-O