Örvitinn

Gestaklósett uppfært og biluð uppþvottavél

Helvítis uppþvottavélin er biluð, aftur. Ég nenni ekki að fara með hana í viðgerð í þriðja skipti og því ætlum við að kaupa nýja. Ef ykkur langar í ókeypis uppþvottavél sem eflaust er hægt koma í ágætt stand fyrir 10.000,- krónur, hafið þá samband.

Við erum búin að vera að dikta að gestasalerninu á miðhæðinni. Gyða sparslaði og málaði í síðustu viku. Í dag fórum við í IKEA og keyptum loftljóst og speglaskáp fyrir ofan vaskinn. Settum þetta svo upp í dag ásamt klósettpappírshaldara og handklæðatitt. Ég er alveg einstaklega óhandlaginn en þetta gekk allt að lokum. Eigum bara eftir að kaupa hillur en þær sem okkur leyst best á voru að sjálfsögðu ekki til í IKEA og ekki væntanlegar þennan mánuðinn.

dagbók
Athugasemdir

Einar - 21/08/06 20:11 #

Til hamingju þetta er mikill áfangi

Sirrý - 22/08/06 20:33 #

Vá bara dugnaður :C) Þetta er fínt hlakka til að sjá það