Síðasti frídagur
Jamm, vinna á morgun. Það varð lítið úr þessu fríi finnst mér nú þegar það er búið.
Gyða byrjaði í vinnunni í dag. Ég vaknaði með stelpunum um tíu. Höfðum það rólegt fyrri partinn en eftir hádegi töldum við allar tómar flöskur og dósir á heimilinu. Stelpunum þótti það skemmtilegt, þær sáu um að telja og merkja X á blað fyrir hverjar tíu flöskur. Fórum svo með allt í Sorpu og þær fengu sitt hvorn fimm hundruð karlinn fyrir vinnuna.
Skelltum okkur í Kringluna og fengum okkur að borða. Fórum svo í Hagkaup þar sem þær eyddu launum sínum, afskaplega sáttar báðar tvær.
Ég ætla að hjóla í vinnuna í fyrramálið. Já, ég er ekkert að ljúga. Ég spái miklum svita á morgun og jafnvel hressilegum harðsperrum á næstu dögum.
Pétur Björgvin - 31/07/06 23:13 #
Það er nú allt í lagi að taka sér tíma til að hjóla í vinnuna svona fyrsta daginn, þú þarft ekki strax að setja nýtt tímamet - það minnkar líka líkur á harðspennum - það eykur líka líkur á því að þú endist fram í september í reiðhjólaátaki!
Matti - 01/08/06 08:25 #
Ég tók þetta ósköp temmilega og var korter á leiðinni. Það er dálítið þægilegra að hjóla í vinnu heldur en til baka heim því á heimleiðinni þarf að fara upp Breiðholtið, áðan rann ég bara niður :-)
Hjólaði meðfram Laugardalnum í stað þess að fara upp brekkuna á Miklubrautinni (við Lágmúla). Ósköp létt og notalegt.
Pétur Björgvin - 01/08/06 12:45 #
Allt í lagi fyrir þig að svitna á heimleiðinni!