Örvitinn

Kunnugleg ljósmynd á Deiglunni

Afskaplega þykir mér myndin með þessari Deiglugrein (myndin prýðir forsíðu Deiglunnar1 þessa stundina) kunnugleg!

Mér hefði þótt skemmtilegra ef beðið hefði verið um leyfi, sem ég hefði líklega veitt2. Deiglan er oftast3 ágæt vefsíða og ég skoða hana reglulega.

En svona er þetta. Það er ekki einu sinni víst að myndin hafi verið tekin af síðunni minni, það er alveg hugsanlegt að einhver annar hafi stolið henni4 og það eintak svo endað á Deiglunni.

Myndir mínar fara greinilega víða :-P

1Skjáskot af forsíðu Deiglunnar
2Þetta er samt á grensunni. Myndin er ekki tekin með samþykki þessa aðila og ég veit ekki hvort strætó telst opinber staður, þannig að ég er ekkert endilega í fullum rétti þegar ég tek þessa mynd og skelli á vefinn.
3En t.d. ekki í þessu tilviki
4Ætti maður kannski frekar að segja "fengið lánaða"? Æi nei :-)

kvabb myndir
Athugasemdir

Matti - 03/08/06 15:41 #

Ekki eru viðbrögð Deiglumanna mikil! Hef ekkert heyrt eða séð.

Már - 03/08/06 17:41 #

Sendir þú þeim póst. Það er ekki víst að þeir séu nægilega duglegir við að skanna vefloggana sína.

Matti - 03/08/06 21:22 #

Reyndar sendi ég engan póst, ég þjáist af mikilmennskubrjálæði og geri ráð fyrir að einhver lesi bloggið mitt :-)

Már - 04/08/06 10:24 #

Hahaha... algeng mistök það :-)