Fjarverandi á tónleikum
Ég er eiginlega hættur að fara á tónleika.
Eftirfarandi tónleika hef ég ekki farið á eða mun ég ekki fara á þrátt fyrir að listamennirnir séu í miklum metum hjá mér. Eflaust er ég að gleyma einhverju. Síðustu tónleikar sem ég var viðstaddur voru með Franz Ferdinand í Kaplakrika.
- Damien Rice í tvígang
- Antony and the Johnsson í tvígang
- Smog í fríkirkjunni (þar sem hann var reyndar bara upphitunaratriði)
- Belle & Sebastian á Nasa (uppselt)
- Belle & Sebastian á Borgarfirði eystra (uppselt)
- Nick Cave í höllinni (uppselt)
Ég og Gyða vorum semsagt búin að ákveða að keyra austur og tjalda en það var uppselt þegar ég tékkaði á netinu, búið að selja alla aukamiðana. Það borgar sig semsagt ekki að taka ákvörðun of seint.
Eflaust er engu öðru en áhugaleysi mínu um að kenna, ég hef ekki nennt að fara í röð til að redda mér miða á tónleika og ekki fattað að fá einhvern til að redda mér.
Spurning hvort maður reynir ekki að koma sér fyrir á Klambratúni á sunnudag.
Athugasemdir