Þessi dagur
Ég náði að vinna aðeins í dag en þó ekki klára allt. Reyni að slútta þessu á morgun ef tími gefst.
Við skruppum niður í bæ í dag fyrst það kom óvænt gott veður, við áttum von á leiðindaveðri. Ég kom við í Þjóðskrá og skilaði inn pappírum til að leiðrétta trúfélagaskráningu tveggja einstaklinga. Fékk blöðin afhent í Heiðmörk á laugardag og ákvað að koma þeim strax til skila. Einstaklega ánægjuleg upplifun. Athugaði í leiðinni hvort skráning allra fjölskyldumeðlima væri rétt, hún var það. Kíktum á Laugaveginn, Gyða keypti skó og svo litum við í Fylgifiska á Skólavörðustíg og gripum fisk á grillið, afar gott en ég man ekki hvað fiskurinn heitir :)
Röltum á Skólavörðuholtið og kíktum inn í Hallgrímskirkju. Vorum að spá í að fara upp í turn með stelpurnar en ég vil ekki borga kirkjunni 800 krónur fyrir lyftuferð.
Slógum garðinn fyrir aftan hús þegar við komum heim. Það var nú meira puðið. Ég þyrfti að nota sláttuorf en minn er bilaður.