HM hafið
Ég var greinilega ekki sá eini á leiðinni heim að horfa á opnunarleik HM klukkan fjögur í dag, a.m.k. var ansi þétt umferð í Breiðholtið.
Ég missti af fyrsta markinu en sá tvö næstu.
Myndgæðin er ekki góð á 15.000.- króna stöðinni og mér finnst eins og Hemmi Gunn (af öllu fólki) sé örlítið á undan myndinni, nema hann sé bara alltaf svona fljótur að átta sig á því sem er að gerast á vellinum.
Annars er ljóst að ég fæ ekki 3 stig fyrir þennan leik í HM leiknum í vinnunni, ég veðjaði nefnilega á 3-0 fyrir Þjóðverja en Kosta Ríka skoraði og miðað við varnarleik Þjóðverja í fyrri hálfleik er ekkert víst að þeir vinni leikinn þó Kosta Ríka sé með arfaslakt lið.
18:00
Jæja, þjóðverjar kláruðu leikinn. Ég efast um að nokkur í vinnunni hafi giskað á rétta markatölu. Ég spái þjóðverjum ekki miklum frama á mótinu miðað við þessa frammistöðu í varnarleiknum, en maður á reyndar aldrei að afskrifa Þjóðverja.
-DJ- - 11/06/06 23:28 #
Var það ekki Gaupi sem lýsti opnunarleiknum?