Jæja, ég er aumingi og keypti Sýn
Keypti Sýn áðan, 15.000.- kr fyrir HM pakkann. Djöfull er það blóðugt. Ég er aumingi og gaf eftir þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.
Er ansi stressaður útaf myndgæðum, flestar rásirnar á Digital Íslands hafa verið í lélegum gæðum undanfarið og merkið er ekki nema tæplega 50% á Sýn, ég verð ekki sáttur ef HM höktir. Höfum verið að horfa á Skjá1 í gegnum Digital Ísland og oft skipt yfir á gamla loftnetið útaf óásættanlegum myndgæðum. Sumar stöðvar eru reyndar í 100% gæðum, þ.e.a.s. gæðastöðvar eins og PoppTíví, Alþingi og Omega eru með bæði Q og S í 100%.
Sé að Sýn+ fylgir ekki með HM pakkanum! Djöfull er það lélegt, Sýn+ er einmitt kjörið fyrir HM svo maður geti komið heim kl. 17:00 og horft á leikina sem byrja 16:00 í "beinni".
En hvað um það, HM komið í hús, ég nennti einfaldlega ekki að horfa á keppnina í reykfylltum knæpum.
Sævar Helgi - 08/06/06 23:33 #
Það getur verið að digital merkið sé of sterkt og að það þurfi að deyfa það. Slíkt kemur fyrir og fæ ég oft fyrirspurnir um þetta í vinnunni. Verst að við seljum bara ekki digital-deyfi.
Matti - 08/06/06 23:36 #
Þá hljóta þeir að hafa verið að auka styrk sendingar, því þetta er nýtilkomið. Einnig á þetta ekki við um allar stöðvarnar, einungis þær sem eru á rás 1-10.
En systir mín fékk einmitt þetta sama svar þegar hún hringdi í Stöð2 um daginn. Hún býr líka í Seljahverfi lenti í þessu sama og ég, myndgæðin versnuðu skyndilega.
Sigurgeir Orri - 09/06/06 11:21 #
Reykjarkófið er einmitt það sem ég þoli ekki við barina, en það er þó ekki nógu góð ástæða til að fá sér Sýn. Það var auglýst í Hm blaði Moggans Hm sjónvarp í garðinum við Hressó. Varla mikill reykur þar. En þó veldur það heilabrotum hvernig þeir ætla að vera með hm á risaskjá í sólinni. Þarf að líta þar við og kanna málið. Annars er húsfélagið sem ég tilheyri að fá sér gervihnattadisk svo öll vandræði með þetta digital íslands rusl verða úr sögunni.
Halldór E. - 09/06/06 16:56 #
Hér vel ég um hvort ég horfi á ESPN2 eða á spænskri stöð. Afnotagjaldið á mánuði fyrir 148 stöðvar er 2.800 krónur. En ég fæ ekki að hlusta á Hemma, það er sjálfsagt 12.200 króna virði :-)
djagger - 09/06/06 19:04 #
Ég sá ekki betur en að allar stöðvar á Skjánum sem sýndu leikinn í dag hafi verið svartar, semsagt blockeraðar. Hvaða rugl er það?
Ég hélt að ég gæti horft á þetta í rólegheitum á NRK. Grrr.
Matti - 09/06/06 19:42 #
Neibb, Skjárinn þurfti að blokkera allar erlendur stöðvarnar sem sýna frá HM. Krafa frá Sýn þar sem þeir hafa einkarétt á að sýna leikina hér á landi.
Þetta er náttúrulega bara skandall hvernig Sýn getur okrað á HM hér landi, skandall og ekkert annað.
En ég skil bara ekki fólkið sem stjórnar þessu apparati, hefur það aldrei á æfinni heyrt talað um viðskiptavild? Ég get svo svarið að það eru fá fyrirtæki á landinu sem mér er jafn illa við um þessar mundir.