Gott að komast í pottinn (verra að göngin voru lokuð)
Ég skaust í bústaðinn í gær. Þegar ég kom að göngunum var búið að loka þeim vegna áreksturs og ég þurfti því að aka Hvalfjörðinn. Það fannst mér ekkert sérstakt. Umferðin í Hvalfirði var klikkuð og annar hver bíll á leiðinni norður virtist vera húsbíll sem keyrði á 50km hraða upp brekkur.
Eftir kvöldmatinn í gærkvöldi skellti ég mér í heita pottinn og notaði nuddfítusinn á herðar og bak, ekki frá því að það hafi gert gagn. Er samt orðinn dálítið stífur aftur núna.
Gerðum ekki mikið, gláptum á slaka bíómynd í gærkvöldi og röltum aðeins um lóðina í dag. Ég spilaði einnig Civ4 í fyrsta sinn í dálítið langan tíma, þar hurfu nokkrir tímar í dag án þess að ég tæki eftir því.
Setti nokkrar myndir inn, Inga María tók myndina af mér og Gyðu og Kolla tók þessa mynd af mér, Ingu Maríu og bangsanum hennar Kollu
Matti - 06/06/06 09:01 #
Við þetta má bæta að ég kom að göngunum kl. 16:50. Ég var kominn að Hvalfjarðarafleggjanum norðanmegin kl. 17:34 og var því um 45 mínútur að aka Hvalfjörðinn. Á heimleiðinni var ég um 15 mínútur að aka á milli Hvalfjarðarafleggjara um göngin. Það "kostar" því um 30 mínútur að fara Hvalfjörðinn í stað þess að fara gegnum göngin.