Örvitinn

Lítill hjólatúr

Mér leiddist eitthvað áðan og ákvað því að skella mér í smá hjólatúr. Hjólaði örstuttan hring í Seljahverfi og skoðaði aðeins nýja einbýlishúsahverfið sem er að rísa. Það vakti athygli mína hve húsin þar eru lítil, sérstaklega borið saman við næstu götu því einbýlishúsin þarna efst í Seljahverfinu eru flest ansi rúmgóð. Kannski virkar þau bara lítil á þessu stigi.

Hjólið mitt er ekkert sérstakt en það dugir. Formið dugir aftur á móti ekki, ég fann ekkert fyrir kálfunum þó töluvert reyni á þá þegar maður hjólar en ég verð að játa að ég varð móður í brekkunum. Hrikalegt að detta svona úr formi, þarf að fara gera eitthvað í mínum málum. T.d. hjóla meira, það væri ágætis byrjun.

dagbók