Útskrift í leikskólanum
Í morgun (tja, gærmorgun reyndar) mættum við í leikskólann þar sem Kolla og hinir krakkarnir í elsta árgangnum voru að klára vísdómsstarfi. Það var semsagt útskrift þar sem krakkarnir fengu afhentar vinnubækur og sungu fyrir foreldra. Kolla á ósköp auðvelt með allt svona, stressar sig ekkert á því að standa fyrir framan fólk og gera eitthvað.
Foreldrar kepptust við að taka myndir, þetta var hálfgert kraðak á tímabili. Ég gat ekki gert að því að mér þótti unga rauðhærða móðirin sem tók tugi mynda af hnakkanum á drengnum sínum dálítið skondin, en hún á vafalítið góða hnakkamynd núna. Svo skil ég ekki þessa ofnotkun á flassi, allir poppa upp flassinu sínu og flassa út og suður þrátt fyrir að nóg væri að bumpa iso í 400. Ég tók semsagt fáeinar myndir.
Á leiðinni heim í kvöld bauð strætó upp á óvæntan göngutúr úr Mjódd. Þegar ég steig upp í vagn 17 fyrir framan Laugaveg 178 fékk ég skiptimiða og bað bílstjórann að biðja S3 að bíða eftir mér (vagnarnir eiga að fara á sama tíma frá Mjódd). Bilstjórinn muldraði eitthvað sem ég skyldi sem samþykki en þegar í Mjódd var komið var vagninn 2-3 mínútum of seinn og S3 farinn. Þess má geta að 17 lagði of seint af stað frá Hlemmi.
Ég tók nokkrar myndir á röltinu [1, 2, 3].
Annars er ég þreyttur í bakinu, bara svo það komi fram.
sirrý - 11/05/06 11:24 #
Það er spurning hvort vagnstjórinn hafi skilið Íslensku ? Það eru mjög margir vagnstjórar í dag pólskir ;C(
Guðmundur D. Haraldsson - 11/05/06 14:38 #
Þetta rifjar upp fyrir mér; mikið er ég feginn að vera laus við strætóbálknið... ó, já.
Guðminngóður - 11/05/06 16:39 #
Nix, myndin af kennaranum fyrir framan krakkana er of dökk. Vantar flass til að dempa kontrastinn.
Matti - 11/05/06 16:44 #
Hugsanlega, en með beinu flassi koma harðir skuggar og það væri að mínu mati miklu verra á þessari mynd. Það kæmu semsagt skuggar á bak krakkanna og væntanlega líka skuggi á vegg. Loftið þarna inni var ekki til þess fallið að bounca flassi af lofti.
Frekar að ég ætti að nota meira Shadows/Highlights í Photoshop til að dempa kontrastinn á þessari mynd. Annars finnst mér hún ágæt eins og hún er.
Hvað er málið með nafnleysið? Ég get alveg tekið málefnalega krítík á myndirnar mínar :-)