Örvitinn

Afsakið mig myndasugur

Ég vil biðja myndasugurnar (skylt blóðsugum) á blog.central.is og fleiri síðum (123.is/blogspot/o.fl) afsökunar. Í gærkvöldi tók ég mig nefnilega til og kom í veg fyrir að þær gætu sogið frá mér fleiri myndir. Um leið breytti ég útliti ansi margra bloggfærslna úti í bæ og skammast mín ekkert fyrir það.

Myndasugur fara nefnilega dálítið í taugarnar á mér. Vildi ég óska þess að umsjónaraðilar vefsýslukerfa eins og blog.central.is tækju sig til og fræddu notendur sína um málið, bentu þeim á myndahýsingar (settu jafnvel upp slíka þjónustu sjálfir) og aðferðir við að setja inn myndir án þess að stelast í bandvídd og vefþjónaálag annarra.

Ef ein myndasuga hefði vísað á síðuna mína um leið og hún stal mynd væri ég sáttur, en það gerðist aldrei.

vefmál
Athugasemdir

Gummi Jóh - 02/05/06 19:12 #

Ég setti watermark á mínar sem birtist þegar að einhver vísar í þær sem er ekki gummijoh.net.

Vatnsmerkið er ljótt og stingur í stúf en það merkir myndina kyrfilega.

Matti - 03/05/06 12:08 #

Virkar þetta? Notar fólk myndirnar ekki þrátt fyrir vatnsmerkið?

Það voru svo fjandi margir að nota páskaliljumynd, áfengismynd og fleira þessháttar að þetta var farið að fokka upp öllum loggum hjá mér.

Ástæðan er sú að ég hleypti leitarvélum í myndasvæðið undir blogginu, þannig að ef fólk leitar að "áfengi" eða "páskakilja" kemur mynd frá mér ansi ofarlega. (Tja, það minnir mig á að ég þarf að hleypa google vísunum í gegn).