Bæjarferð
Við kíktum í bæinn, hittum á gönguna á Lækjargötu en fórum ekki á Ingólfstorg enda gerði ég ekki ráð fyrir að barátturæður væru eitthvað sem stelpurnar hefðu áhuga á. Í staðin kíktum við á Hornið og fengum okkur að borða. Stelpurnar fengu sjávarréttapizzu og ég pizzu með pepperoni. Ágætar pizzur og þokkalegt brauðkarfa meðpestó sem reyndar þurfti að borga fyrir. Mér finnst að svona staðir eiga að bjóða upp á brauð og pestó eða ólífumauk. Þjónustustúlkan var ógurlega sæt en virtist afskaplega niðurdregin.
Eftir mat röltum við á torgið um á sama tíma og dagskrá þar var að ljúka. Um leið og við vorum komin á Ingólfstorg versnaði veður og haglél fældi burt þær fáu hræður sem þar voru eftir, við flúðum líka. Ég var búinn að lofa stelpunum ís þannig að við röltum að bíl og fórum í Perluna. Á leiðinni í bílinn rákumst við á auglýsingar frá ASÍ sem hanga á ljósastaurum. Stelpunum þótti ekkert óskaplega merkilegt að sjá afa sinn þar!