Flakað og roðflett
Ég lykta af fisk, húsið lyktar af fisk. Svosem ekki skrítið, ég flakaði og roðfletti níu þorska í kvöld. Get ekki sagt að ég sé fær í að flaka en þetta hafðist, roðfletting gekk aftur á móti vel. Nýting myndi væntanlega ekki teljast til fyrirmyndar en ég á fullt af þorski í ísskápnum. Þarf að elda fisk á morgun!
Veiðiferðin var stórfín. Ég eyddi ekki miklum tíma í veiðina per se, en tók þó aðeins í stöng og dró vænan þorsk í bát. Gerði samt meira af því að taka myndir og er búinn að skella nokkrum á vefinn. Á eftir að bæta fáeinum myndum inn, nenni því ekki núna.
sirry - 29/04/06 10:45 #
Flottar myndir og það virðist hafa verið gaman og þið voruð heppin með veður ja miðað við hvernig það er núna.
sirry - 29/04/06 19:56 #
Hvernig bragðaðist fiskurinn ?
Matti - 29/04/06 20:27 #
Fiskurinn var ljúffengur. Ég eldaði hann eftir uppskrift frá La Primavera, mjög einfalt. Steikti á pönnu, setti svo fiskisoð og hvítvín yfir, þvínæst saxaðan hvítlauk og steinselju. Skellti svo pönnunni í ofninn í fimm mínútur. Með þessu hafði ég kartöflumús (venjulega handa stelpunum, með pestó og parmesan handa mér). Drakk svo hvítvínið að sjálfsögðu með.
Eiginlega verður að fylgja sögunni að ég keypti hálfa flösku af hvítvíni í ríkinu í dag.