Örvitinn

Biluð ferðatölva

Ferðatölvan mín var að gefa upp öndina. Reyndar held ég að henni verði hægt að bjarga með líffæragjöf.

Í gær heyrðist nýtt skruðningshljóð í vélinni, held að einhver viftan hafi verið að fríka út. Vélin virkaði þó áfram og skruðningshljóðið var ekki stöðugt. Í dag bláskjáði vélin og kemur ekki upp aftur, stoppar í ræsingu á windows. Fór áðan í gegnum diskatékk, tvær villur voru lagaðar en svo stoppaði tékkið á 66% þar sem verið var að fara yfir sectora (held ég). Var með ræsidisk með ýmsum tólum um daginn en finn diskinn ekki.

Skutlast með vélina í Hugver á morgun. Finn reyndar ekki reikninginn en hann á að vera hér einhversstaðar. Vona að þeir geri ekki vesen ef ég finn ekki reikninginn, þeir sjá að sjálfsögðu í bókhaldskerfi hvenær vélin var keypt (4. sept 2004). Ætla að bæta minni í vélina og kaupa nýtt batterí í leiðinni (þ.e.a.s. ef þeir verða ekki með vesen).

tölvuvesen
Athugasemdir

Matti - 24/04/06 09:54 #

Þess má geta að rétt í þessu prófaði ég að endurtaka ræsingu og í þetta skipti kláraðist disk tékkið, slatti af villum voru lagaðar (Recovering orphaned file [x] into directory ...).

Sjáum hvað setur, ætla að keyra fleiri test.