Örvitinn

Töfrar - gaur sem svífur

Tékkið á þessu myndbandi. Þetta er ótrúlegt, það liggur við að ég kasti öllum efa og taki upp trú á dulræn fyrirbæri, maðurinn flýgur fyrir framan fullt af fólki.

Skoðið svo þetta myndband þar sem trixið er útskýrt (ekki svindla, skoðið hitt myndbandið fyrst). Ég hafði grun um að þetta væri gert á þennan hátt, það eru ýmsar vísbendingar í fyrra myndbandinu, en þetta er samt magnað. Eitthvað í fyrra myndbandinu er hugsanlega "svindl" en það er hluti af þessum bransa.

via digg

vísanir
Athugasemdir

Már - 11/04/06 19:56 #

Mér finnst samt klassíska trixið skemmtilegra, þar sem maður getur gert það úti á miðju gólfi - langt frá öllum stólum eða bríkum - og án sérstaks hjálparbúnaðs. Eini gallinn við það er að maður getur bara svifið ca. 10cm frá gólfi.

djagger - 11/04/06 20:04 #

Ég var mest að fíla Nine Inch Nails lagið í myndbandinu -_-

Töff samt hversu blekkjandi þetta er.

Matti - 12/04/06 11:49 #

Já, klassíska brellan er flott í einfaldleika sínum, en það er bara svo langt síðan ég sá hvernig sú brella virkar. Þegar ég sá þetta fyrst skyldi ég ekkert hvað var í gangi :-)

Það skemmir ekkert fyrir að hafa NIN í bakgrunni.