Jón Gnarr í gær
Í gær skrifaði Jón Gnarr pistil á baksíðu Fréttablaðsins. Það er ekki fréttnæmt.
Það sem er fréttnæmt er að þessi tiltekni pistill var ekki alvitlaus. Öðruvísi mér áður brá.
Ég er ekki að segja að það sé ekki ýmislegt bjánalegt þarna, en grunnhugmyndin, um hinn "trúaða" íslending sem þó trúir í raun engu og fer aldrei í kirkju nema til að vera viðstaddur skírn, giftingu eða jarðaför, er ansi góð. Ekki það að það standi beinlinis í pistlinum, en það les ég úr honum :-)
Athugasemdir
Óli Gneisti - 17/03/06 12:21 #
Ég hélt að þú værir ekki sammála honum.... ég hélt að þú værir á því áliti að Liverpool væri fullkomið....
Matti - 18/03/06 18:24 #
Ég er varla að segja að þetta sé snilldarpistill hjá honum :-)