Er ólöglegt að birta ip-tölur?
Sjúkraliðinn, ofsatrúmaðurinn og króníski lygarinn Lárus Páll spyr á Vantrúarspjallinu hvort ég hafi brotið lög þegar ég birti ip tölur.
Vegna frétta síðustu daga um málefnin.com og IP-tölu upplýsingar vefstjórans þar, þá spyr ég: Hefur Matti Á gerst brotlegur við lög með því að birta opinberlega IP-tölur einstaklinga?
Dæmið sem hann hefur í huga (en fann ekki með google leit kl. 07:33:12 frá rhchluster2.landspitali.is*) er hér, þar gef ég upp að hann hafi sent frekar óviðeigandi athugasemdir á vefinn minn úr vinnu sinni hjá LSH.
Nú spyr ég, braut ég lög þegar ég birti ip-tölu hans hér á blogginu? Væri það lögbrot ef ég myndi birta ip-tölu sendanda við allar athugassemdir eins og sumsstaðar er gert?
*úbbs, ég gerði það aftur!
Tryggvi R. Jónsson - 14/03/06 08:59 #
Ég efast um að IP-tala myndi falla undir "viðkvæmar persónuupplýsingar" samkvæmt skilningi laga um meðferð persónuupplýsingar (L 77/2000). Sé í raun engan grunn til þess.
Hitt er að IP-tala er eitthvað sem er eðlilegt að fari á milli aðila við IP-samskipt (tcp og udp) og því ekki eitthvað sem þú óskaðir sérstaklega eftir við hans tölvu. Þannig að svona hnýs-í-einkalíf-fólk á ekki við heldur. Lög sem er verið að reyna að fá í gegn á "evrópu-level" kveða á um að ISP-ar haldi eftir upplýsingum um allar tengingar í 6 mánuði (terrorista-kjaftæði...).
Í þessu sértilfelli er um að ræða IP-tölu sem hefur hundruði eða þúsund einstaklinga á bak við sig. Þarna er því ekki einu sinni verið að birta "IP-tölur einstaklinga".
Ég myndi þó ég sé ekki lögfræðingur en hef dálítið unnið síðustu 5 ár með eignarhald og réttindi vegna upplýsingavinnslu og geymslu halda því fram að þú hefðir ekki brotið nein lög. Né myndi maður halda að þetta væri óviðeigandi "netvenjur" því þessar upplýsingar eru oft birtar t.d. við athugasemdir á Hexia og víðar.
Halldór E. - 15/03/06 02:44 #
Hér er ekki um að ræða vísun í lög um persónuupplýsingar heldur Fjarskiptalög, þar kemur fram að fjarskipafyrirtækjum sé óheimilt að láta af hendi ip-tölur, nema með dómsúrskurði. Hins vegar get ég ekki séð að vefsvæði eins og Málefni eða einstakar bloggsíður fjalli undir þetta ákvæði. Hins vegar er ekki-frétt að einhver organisti svíki vini sína og segi JB hverjir þeir eru. Þess vegna hafa fjölmiðlar reynt að vísa í fjarskiptalög og saka organistagreyið um glæp.
Tryggvi R. Jónsson - 15/03/06 08:34 #
Halldór, þarna eru væntanlega að tala um 42. gr fjarskiptalaga er það ekki (L 81 frá 2003)? Ég sé engin tengsl þarna á milli. Gildissvið laga um fjarskipti á ekki við, upplýsingarnar sem á að varðveita samkv. 42. gr. eru umfangsmeiri en það sem Matti birtir og svo er í raun hægt að segja að IP-tölur sé "nafnlausar" því það vantar tengingu við einstakling (nafn eða kennitölu). Það eru slíkar tengingar sem grein 42 á m.a. að passa uppá að séu til í a.m.k. 6 mánuði.
Óli Gneisti - 15/03/06 14:37 #
Ég skil núna hvar villan kemur, þessi lög eru ætluð fjarskipafyrirtækjunum. Þetta er væntanlega ígildi þess að Síminn mætti ekki segja hverjum sem er í hverja Matti hefur hringt en ég mætti alveg segja hverjum sem er að Matti hefði hringt í mig.
Halldór E. - 15/03/06 15:19 #
Tryggvi, það eru heldur enginn tengsl þarna á milli nema í stórundarlegum heimi blaðamanna, sem reyndu að gera organistann á Fáskrúðsfirði að glæpamanni.