Sumarbústaður um helgina
Við brunuðum í bústað um helgina en það varð lítið úr plönum vegna veikinda minna. Höfðum ráðgert að aka eitthvað um nágrennið um helgina en verðum að gera það síðar.
Við elduðum svínakótilettur úr nýjasta Gestgjafanum á föstudagskvöldið og pizzur í gærkvöldi. Ég gerði líka fyllst focicca brauð sem var ansi gott. Svínakótiletturnar voru ansi góðar en ég ætla samt að bæta einhverju í sósuna næst, t.d. hvítlauk og balsamic ediki.
Tengdum tölvuna við sjónvarpið og gláptum á ýmislegt. Nýjasti Lost þátturinn, tveir síðustu af 24 og svo bíómyndirnar Elizabethtown og Jarhead sem ég horfði á aleinn. Elizabethtown er frábær en Jarhead er ekkert sérstök.
Ég tók nokkrar myndir en þær bera þess merki að ég fór eiginlega ekkert út úr húsi.