Örvitinn

Skólagæsla og æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar

Maður mátti svosem vita það, þegar börnin sleppa úr hrammi leikskólaprests tekur eitthvað annað við.

Ég var að enda við að skrá Kollu í grunnskóla og skráði hana um leið í gæslu (frístundarstarf kallast það í dag) eftir skóla. Viti menn, eitt af því sem ég þarf að haka við þar er já eða nei við þessari spurningu:

Barninu er heimilt að taka þátt í æskulýðsstarfi á vegum þjóðkirkjunnar

Ég hakaði við nei. En ætli þetta verði ekki eins og áður, þegar maður stendur í þeirri stöðu að allir hinir krakkarnir fara neyðist maður til að senda sín börn líka. Eins og ég sagði, það síðasta sem foreldri vill gera er að stilla börnum sínum upp sem skotmörkum fyrir stríðni og einelti.

Eina von mín í þessu máli er að fleiri foreldrar haki við nei. Ég er hræddur um að litlar líkur séu á því, fólk er sinnulaust og/eða sér ekkert athugavert við þetta.

kristni
Athugasemdir

Snær - 23/02/06 13:43 #

Argh. Ætlar þetta allt að fara í gamla farið aftur?

mummi - 23/02/06 14:05 #

Aftur? Fórum við e-n tímann upp úr þessu fari?

Birgir Baldursson - 23/02/06 15:58 #

Spurning hvort við ættum ekki að efna til æskulýðsstarfs Vantrúar og fá það í gegn að slíkur reitur yrði settur á grunnskólaumsóknirnar líka. :)

Birgir Baldursson - 23/02/06 16:05 #

Annars grunar mig að það sé ekki eingöngu sinnuleysi sem veldur því að flestir merkja já við þetta, heldur líka það að fólk gengur með þær hugmyndir í kollinum að þetta æskulýðsstarf sé uppbyggilegt og barninu því vel borgið þarna inni.

Við þyrftum að leiða fólki það fyrir sjónir hvaða starf þetta er, innræting hindurvitna og þjálfun í afkáralegri hegðun á óskynsömum forsendum.

Eva - 23/02/06 20:32 #

Ljósi punkturinn í þessu er sá að börn sem eru alin upp við gagnrýna hugsun læra frá fyrstu tíð að sjá í gegnum bullið og heilaþvottinn.

Þegar minn strákur var 14 ára varð hann gripinn ákafri trúarþörf. Ég sendi hann í trúboðsferð með trúuðum unglingum og benti honum á ákveðna punkta til að hafa í huga. Hann kom trúlaus til baka. Auðvitað þori ég ekki að fullyrða að svo vel hefði tekist til ef hann hefði ekki verið búinn að læra að spyrja réttra spurninga.

Matti - 27/02/06 11:27 #

Þetta er rétt, að sjálfsögðu þarf maður bara að vera tilbúinn að kenna börnunum að spyrja spurninga og skoða heiminn með gagnrýnu hugarfari.

Aftur á móti er afskaplega svekkjandi að þurfa að leggja svona mikla áherslu á "varnarvinnu" sem foreldri, að það skuli vera svona ötul hindurvitnasókn með stöðugt áreyti.

Kom ég þessu rétt frá mér? :-)