Harðfiskur
Dætrum mínum finnst harðfiskur góður. Ég held þær hafi komist á bragðið þegar boðið var upp á þorramat í leikskólanum því hann er sjaldan til heima. Ég keypti harðfisk í Nettó þegar ég og Inga María vorum að versla þar á þriðjudag meðan Kolla var í ballet og þær hafa gætt sér á honum síðan. Fá samt bara að borða hann við eldhúsborðið.
Í morgun mætti harðfisksölumaður í vinnuna, rölti á milli bása og harkaði. Ég keypti pakka af hjallþurrkuðum steinbít frá Tálknafirði, 250gr á 800kr, borgaði með því að millifæra inn á reikning, það notar enginn pengingaseðla í dag.
Eftir hádegismat komst ég að því þegar ég rölti upp stigann á Laugavegi 178 að sölumanninum hefur gengið ágætlega í húsinu, a.m.k. fann ég lykt strax á annarri hæð. Væntanlega nokkrir starfsmenn VGK keypt sér pakka. Ekki tími ég að opna minn pakka hér í vinnunni, opna hann heima í kvöld og borða með stelpunum.
kiddi - 27/01/06 18:11 #
Guð er kominn heim!!!!!!