Örvitinn

Nótt á Landspítala

Gyða vakti mig rétt rúmlega þrjú í nótt, eftir að ég hafði sofið hálftíma. Hún var komin með verki og vissi að þeir myndu versna enda er þetta ekkert nýtt.. Við brunuðum á bráðamóttöku LSH við Hringbraut. Eyddum nóttinni þar, komum heim klukkan hálf ellefu í morgun. Foreldrar Gyðu sáu um að skutla stelpunum í leikskólann í morgun. Á tímabili var verið að velta þeim möguleika upp að Gyða færi í aðgerð í dag en svo var ákveðið að hún færi heim og stefnt á aðgerð sem þegar hefur verið bókuð 31. þessa mánaðar. Hún var á verkjalyfjum á spítalanum í nótt og fékk uppáskrift fyrir verkjalyf sem vonandi duga ef hún fær annað kast fyrir aðgerð. Gallsteinar eru ekkert grín.

Ég lagði mig rúma fjóra tíma í dag. Sótti stelpurnar á leikskólann og fór með Ingu Maríu í leikfimi.

prívat
Athugasemdir

Gulla - 23/01/06 23:08 #

Úff... Nei, gallsteinar eru sko ekkert grín, það segirðu satt. Gyða á alla mína samúð. Ég var með gallsteina í eitt og hálft ár og var gersamlega búin á því þegar þessi viðbjóður var loksins tekinn.

Gyða - 24/01/06 13:12 #

Takk fyrir samúðina

Hvernig hefur þér liðið eftir að gallblaðran var tekin? Einhver eftirköst?

Ég tel niður fer í aðgerðina 31/1 að fjarlægja blöðruna.

Gulla - 24/01/06 22:25 #

Nei...eiginlega hef ég ekki fundið fyrir neinum eftirköstum. Kannski dálítið viðkvæmari í maganum og get fengið smá óþægindi ef ég borða fituríkan mat eða eitthvað tormelt. Reyndar hef ég líka ekki þolað að borða sveppi eða spergilkál síðan ég fékk gallsteinana, en ég veit ekki hvort það tengist þeim eða bara einhverju óþoli sem maður getur fengið hvort sem er. Annars varð ég hissa þegar einhver læknir sagði mér (eftir aðgerðina!) að það væri ekki bara fituríkur matur sem gæti framkallað gallsteinakast, heldur líka t.d. tómatar og epli (minnir mig) vegna sýrutegundar sem finnst í þeim matvælum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það ;o)