Svefnsýki og svindlarar
Fór að sofa klukkan tíu í gærkvöldi, vaknaði rétt rúmlega átta í morgun. Svefnpurka.
Enginn innibolti með vinnunni í dag, komumst að því þegar við vorum mættir í Víkina að húsið er lokað í dag. Aumingjar.
Í Nepal hefur fimmtán ára drengur vakið athygli fyrir að hafa hugleitt í sjö mánuði og hvorki neytt matar né drykkja. Reyndar fær enginn að koma nálægt honum og á næturnar er hann hulinn. Svindlarar.
Samkvæmt nýjustu fréttum fékk London að halda Ólympíuleikana fyrir mistök. Erindreki frá Grikklandi ætlaði víst að velja Madrid en valdi London fyrir mistök. Ef hann hefði ekki klikkaði hefðu Madrid og London fengið jafn mörg atkvæði. Klaufi.
Ég hlustaði semsagt á BBC World Service á leiðinni í og úr bolta.