Gleraugu, er þetta ekki allt eins?
Prófaði gleraugu áðan, fékk þessi þrenn lánuð heim og tók sjálfsmyndir.
Er þetta ekki allt eins? Eitthvað skárra en annað?
Annars vantar mig bara "tölvugleraugu" og því dálítið kjánalegt að pæla mikið í útlitinu, en ég er hégómagjarn og vill helst ekki líta mjög bjánalega út :-) Ég mun annars ekkert nota gleraugu nema þegar ég er í tölvunni eða að lesa.
Mikið er ég annars glaðlegur og vel rakaður á þessum myndum :-P
Þess má geta að þetta er skrifað með hægra auga í pung
14.12 23:55
Jæja, hér er mynd af mér með nýju gleraugun.
Jón Magnús - 13/12/05 18:39 #
Persónulega finnst mér þetta fínar umgjarðir allt saman, erfitt að gera upp á milli. Nr. 1 finnst mér samt best og þar sem ég þarf að horfa á þig hátt í 8 tíma á dag þá finnst mér að ég megi fá að ráða :D
sirry - 13/12/05 20:23 #
Færðu tvö fyrir ein ? annars eftir að hafa skoða þau öll og flett fram og til baka fannst mér þau öll flott. fyrst fannst mér nr 1 og nr 3 en eftir smá tíma fannst mér númer 2 soltið flott eftir að hafa fundist þau ekki koma til greyna. Jamm ég veit ég er erfið en sem sagt þú mátt ráða hehe.
Matti - 13/12/05 23:48 #
Jæja, ég ætla með gleraugun í búðina í fyrramálið - biðja þau um að gefa mér nafnið/númerið á þessum fyrstu og kíkja svo í eina búð í viðbót.
Ég er hrifnastur af gleraugum nr. 1 en vil skoða aðeins meira. Get samt alls ekki beðið mikið lengur og verð að velja umgjör á morgun.
Regin - 14/12/05 11:16 #
Nr. 1 ekki spurning. Rosa glaðlegar myndir.
Matti - 14/12/05 13:34 #
Jæja ég er búinn að kaupa gleraugun á fyrstu myndinni. Fæ þau í lok dags.
Davíð - 15/12/05 00:14 #
ahhhh of seinn að svara... Mér finnst þetta allt eins! En þó ekki frá því að þetta fari þér bara vel. En takk fyrir síðast... mikið er nú alltaf gaman að vera fullur með þér!
Einar Hreiðar - 15/12/05 19:33 #
Velkominn í hópinn...:)