Örvitinn

+0.5

Fór til Gunnars Sveinbjörnssonar augnlæknis í Glæsibæ í morgun. Hann rýndi í augun á mér, lét mig lesa stafi og setti mismunandi gler fyrir. Niðurstaðan er að mig vantar gleraugu til að hjálpa mér að fókusa og hvíla augun við tölvugláp og lestur, +0.5 að styrkleika. Þetta finnst fólki sem er í alvöru sjóndapurt eflaust aumkunnaverður styrkleiki en svona er þetta bara :-) Gleraugun mega ekki vera of lítil til að þreyta ekki augun. Ég þarf semsagt að fara á stjá og finna mér vinnu/les gleraugu. Ég mun ekki geta notað þau til að horfa fjær mér og Gunnar tók fram að ég myndi ekki einu sinni nota þau til að horfa á sjónvarpið.

Ég spái því að ég eigi eftir að gleyma þessum gleraugum fyrir framan tölvuna heima eða í vinnunni óendanlega oft í náinni framtíð.

heilsa
Athugasemdir

Gyða - 09/12/05 12:49 #

þú þarft að fara í búð sem selur tvö fyrir eitt og eiga ein gleraugu heima og ein í vinnunni.

Matti - 09/12/05 13:34 #

Já þú segir nokkuð. Ég á alveg eftir að læra á þennan gleraugnaheim!

Sirrý - 09/12/05 15:59 #

Þú færð þessi gleraugu bara í apóteki eða Tiger á 400 kr hef heyrt að þau séu fín þar og þá er bara hægt að eiga 10 stykki um allt hús :C)

Alla vega ef þú ert með plús er til fullt af ódýrum gleraugum.

en alla vega gott að það fannst lausn á þessum vanda

Sirrý