Örvitinn

Stiklur

Ég er fluttur í vinnunni, ég og Rúnar skiptum á borðum. Ég sit nú gegnt Jón Magnúsi. Þetta er allt annað líf :-P

Það er föndurdagur á leikskólanum í dag. Gyða fór að föndra með stelpunum, ég stefni á að gera það aldrei aftur enda alvarlega föndurfatlaður. Þetta gekk víst nokkuð vel hjá þeim, þær bjuggu til jólakalla, piparkökur og jólakort.

Óskaplega fer umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn í gær í taugarnar á mér. Að sjálfsögðu snýst þetta allt um Chelsea og samkvæmt Fréttablaðinu er það markverðasta sem gerðist í fyrri hálfleik það að brotið var á Eið Smára! Bíðið við, skömmu áður var hrikalegt brot þar sem Essien var næstum búinn að stórslasa Hamann. Brotið á Eið Smára var sárasaklaust borið saman við það og Essien hefði átt að fá rautt spjald, um það þarf ekki einu sinni að deila. Á þetta er ekki minnst í Fréttablaðinu. Það virðast gilda aðrar reglur um Chelsea en önnur lið, þeir komast upp með alveg ótrúlega mikinn fautaskap.

dagbók