Örvitinn

"Í hverjum manni Jesú kristur"

Í hverjum manni Jesú Kristur
Er mannkyn getur leitt

Talandi um að skemma ágætan boðskap. Ef þessu er sleppt er boðskapur lagsins stórfínn.

Hve margir þeirra sem hjálp þurfa trúa á þennan Jesú? Er þetta ekki hrein og klár móðgun gagnvart öllu því fólki sem ekki trúir á þennan ræfil?

En auðvitað er lokamarkmið Hjálparstofnunar Kirkjunnar að kristnið liðið, troða Jesú Krist í það.

kristni
Athugasemdir

Einar Örn - 06/12/05 16:07 #

Burtséð frá þínu trúleysi, hvað græðirðu á því að kalla Jesús "ræfil"?

Matti - 06/12/05 18:10 #

Ég græði lítið á því að segja það sem mér finnst :-)

Ef þú lest sögurnar um karlinn, þá var þetta ekki mjög merkilegur pési. Hvatti menn meðal annars til að yfirgefa fjölskyldur sínar sem mér finnst með því ómerkilegra sem költleiðtogar gera. Hvað varð um fjölskyldur þegar fyrirvinnan lét sig hverfa? Jesús var sama.

"Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra, son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans." Svo mælti Jesús Kristur (Matt 10:34-36).

En ég er reyndar skeptískur á að hann hafi verið til, held að Jesús sé þjóðsaga og finnst allt í lagi að kalla hann ræfil. Skil ekki þessa helgimynd sem fólk hefur af honum, fólk segir jafnvel - "ég er ekki kristinn en boðskapur Jesús er fallegur". Sú mynd fæst einungis með því að lesa Biblíuna með grænsápugleraugum.

Birgir Baldursson - 06/12/05 20:04 #

Það hefði verið meira varið í þetta framtak Einars Bárðar ef hann hefði gert þetta í samstarfi við Rauða krossinn. Ég er ekki alveg viss um að féð sem safnast nýtist jafnvel ef kirkjan fær það til umráða. Þetta fer í að efla kristniboð og reisa einhverjar andskotans kirkjur.

Óli Gneisti - 06/12/05 21:04 #

Þetta var náttúrulega upphaflega gefið út fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og því er væntanlega einhver réttur þar. Reyndar hætti sú stofnun eftir hneykslismál síns tíma og Hjálparstarf kirkjunnar tók við. Ætli gróðinn af Hjálpum þeim hafi í sínum tíma farið í að hjálpa nauðstöddum eða eitthvað annað?

Unnur - 07/12/05 01:21 #

Mér finnst þetta æðisleg lína og hef eiginlega aldrei náð að pæla í restinni af textanum. Ég meina... Í hverjum manni Jesú Kristur sem mannkyn getur leitt! Ég get nefnilega alveg hugsað mér að leiða mannkyn ;) Veit eiginlega ekki um neinn sem er betur til þess fallinn! Er búin að skrifa laaaangan to-do lista ef ske kynni....

Matti - 07/12/05 01:23 #

Fjandakornið, ég hef greinilega ekki verið að túlka þetta rétt :-)