Örvitinn

10-20 linsan komin

Linsan er komin - linsan er komin.

Fór í tollafgreiðslu póstsins áðan og sótti linsuna. Hringdi eftir hádegi og fékk uppgefið að pakkinn væri kominn. Beið náttúrulega ógurlega lengi í póstafgreiðslunni, eftir hverju veit ég ekki. Hitti Krissa vinnufélaga og líka Bigga Vantrúaða. Kom við heima og náði í myndavélina. Birti sýnidæmi fljótlega.

Ég er græjusjúkur :-)

linsan á vélinni minni

græjur
Athugasemdir

Gummi Jóh - 02/12/05 16:50 #

Til hamingju! Ég fékk einmitt myndavélina mína í dag.

Nokkuð ljóst að helgin okkar er ákveðin :)

Matti - 02/12/05 16:53 #

Til hamingju sömuleiðis. Já, ég er hræddur um að maður taki nokkrar myndir um helgina :-)

Mínar myndir verða flestar væntanlega frekar kjánalegar meðan ég er að læra að hemja svona gleiða linsu!

Einar Hreiðarsson - 06/12/05 21:14 #

Til hamingju með myndavélina Ég er búinn að fá flassið sem ég pantaði var bara 2 daga í flutning og var sent heim til mín samdægurs og það kom til lands með UPS. Hér er athyglisverð síða http://www.cameraworld.com/ D200 á 1700 dollara utan linsu