Örvitinn

Fjórða sæti enn og aftur (tækifæri)

Ég er orðinn dálítið þreyttur á þessu helvítis fjórða sæti á ljósmyndakeppni.is :-) Í þetta skipti var þemað tækifæri. Langflestar myndirnar tengdust ekki þemanu á nokkurn hátt en þessar þrjár fyrir ofan mína passa í keppnina. Mér fannst myndin sem endaði í öðru sæti best, sú sem vann fannst mér næst best. Ég skil ekki af hverju þessi endaði í fimmta sæti, flott mynd en ég sé ekki nokkra tenginu við þema.

Kommentið sem pirraði mig um daginn er þarna, einhver fáviti hafði ekkert gáfulegra að segja en "Urg". Það stuðaði mig óendalega mikið.

Þema næstu keppni er draugar, ég tók mynd á síðustu stundu í kvöld og fannst mér takast nokkuð vel til en miðað við fyrstu einkunnir er ég einn um þá skoðun, það er bókstaflega verið að jarða mig.

myndir
Athugasemdir

Eva - 14/11/05 11:55 #

Ég verð að taka undir það að fæstar myndanna hafa nógu sterka tengingu við þemað. Stundum eins og þátttakendur hafi bara tekið einhverjar myndir sem þeir voru ánægðir með og skáldað upp tiltil þar sem orðið tækifæri kemur fyrir. Flott mynd hjá þér :)